Fyrir stuttu var ég beðin um að halda fyrirlestur í Viðskiptadeild Háskóla Íslands. Það var mikill heiður að fá þetta tækifæri til að segja söguna mína úr viðskiptaheiminum. Ég hef upplifað mikla velgengni í viðskiptum, misst allt og staðið upp sterkari sem aldrei fyrr.
Ég talaði við stóran hóp af viðskiptafræðinemum um þetta ferðalag mitt og talaði sérstaklega um það hvernig tilfinningar og hugsanir okkar eru drifkrafturinn á bak við allt sem við gerum. Í mastersnáminu mínu í lífsþjálfun átti ég samtal við kennarann minn þar sem ég sagði henni að ég gæti ekki hugsað mér að upplifa það aftur að öllu öryggi væri kippt undan fótum mér. Hún svaraði: Linda þú ert þitt eigið öryggi. Við það sá ég líf mitt í nýju ljósi. Það getur enginn tekið öryggið frá mér, því öryggi er tilfinning sem ég upplifi. Ég áttaði mig á því að með hugsunum mínum bý ég til mitt eigið öryggi - og þá getur ekkert stöðvað mig! Síðan ég uppgötvaði þetta hefur fyrirtækið mitt margfaldast í stærð og tekjum.
Í þessum podcast þætti segi ég sögu mína og vona að hún verði þeim sem hlusta innblástur fyrir framtíðina.
NÁNARI UPPLÝSINGAR:
LOKAÐ ER FYRIR SKRÁNINGU-BIÐLISTI!
Aðgangsglugginn í LMLP prógrammið er nú lokaður.
Skráðu þig á biðlista og við látum þig vita þegar opnar næst.
Biðlisti: Smella hér
28 daga Heilsuaáskorun
Ertu komin/n með nóg af sykri og unninni færðu? Þá skaltu hreinsa til í mataræðinu með 28 daga Heilsuáskorun. Þeta er einfalt: Þú skiptir út einni máltíð fyrir einn heilsudrykk. Stútfullt efni af ráðum og uppskriftum af allskyns saðsömum þeytingum sem bæta heilsuna. Einfalt, bragðgott og virkar!
I-tunes meðmæli
Ég yrði afar þakklát ef þú tækir þér mínútu til að gefa podcastinu 5 stjörnu meðmæli á ITunes/Apple Podcast. Með því fá fleiri að hlusta á efnið sem ég set hér fram.
Fyrirfram þakkir!