Margir eiga í mjög flóknu sambandi við markmiðasetningu og hafa jafnvel gefist upp á að setja sér markmið. Sagan er orðin of löng af óuppfylltum markmiðum og vantrúin og sjálfsefinn hafa náð yfirhöndinni. Stundum viljum við ekki setja okkur markmið af ótta við vonbrigðin sem við upplifum þegar við náum þeim ekki. Þetta kalla ég að upplifa vonbrigðin fyrir fram og ég mæli aldrei með því. Í þessum þætti ætla ég að kenna þér betri leið til að setja þér markmið og framfylgja þeim.
Viltu setja þér spennandi markmið fyrir 2023? Markmiðavikan í LMLP prógramminu hjálpar þér að setja markmiðin sem færa þér lífið sem þú sækist eftir. Láttu þig hlakka til að gera spennandi sjálfsvinnu, setja þér markmið og læra aðferð til að ná þeim. Gerðu þetta með mér og þú munt lifa draumalífinu þínu árið 2023!
Markmiðavika hefst 16. janúar 2023 og er innifalin í LMLP prógramminu.
Þú hefur til 15. janúar að skrá þig. Skráðu þig með því að smella hér
https://www.lindape.com/skramig Aðgangsgluggi LMLP lokar 15. janúar kl.23.59. Hingað til hefur verið hægt að skrá sig í LMLP prógrammið allt árið en nú hefur fyrirkomulagið breyst. Aðgangsglugginn er opinn núna frá 1.-15.janúar Þá er hægt að skrá sig í prógrammið. Eftir það lokast glugginn og opnast ekki fyrr en síðar á árinu. https://www.lindape.com/skramig