1 min read
Þakklæti er öflug tilfinning. Allt það sem þú metur að verðleikum, vex að verðleikum. Hvað er það fyrsta sem þér dettur í hug þegar þú hugsar um það sem þú ert þakklát fyrir? Kemur þú sjálf upp í hugann?
Þegar við fjárfestum í okkur sjálfum eykst viðurkenning okkar á okkur sjálfum og virði. Ein leið til að gera þetta er að taka frá tíma daglega til að stunda þakklæti, bæði fyrir allt sem við höfum í lífinu, en einnig okkur sjálfar. Finndu það sem gerir þig dýrmæta.
Náðu þér í blað, eða dagbókina þína, og skrifaðu niður tólf atriði sem þú kannt að meta við sjálfa þig. Mörgum finnst það erfitt en kafaðu dýpra. Það sem þú viðurkennir og ert þakklát fyrir í eigin fari eru eiginleikarnir sem munu vaxa og dafna. Á þessum sviðum muntu halda áfram að þróast og blómstra. Við eyðum allt of löngum tíma í það sem miður fer og það sem okkur mislíkar við okkur sjálfar. Notaðu orkuna þína í að hugsa um það sem lætur þér líða vel. Þú verður ánægð með þig og byrjar að meta sjálfa þig meira. Það sem þú hugsar um verður að árangri þínum.