1 min read
Sólveig Sigríður hefur verið í prógramminu Lífið með Lindu Pé frá því vorið 2021.
„Fyrst og fremst hef ég lært að taka við stjórninni á gjörðum mínum en einnig á líðan minni og tilfinningum. Ég er orðin óhrædd við að taka „erfiðar“ ákvarðanir sem ég átti stundum í erfiðleikum með áður. Núna veit ég að ég get svo mikið - bara ef ég ákveð það. Ég hef lést um ca. 10 kíló síðan ég byrjaði í prógramminu hjá Lindu en andlegi styrkur minn hefur líka aukist til muna. Sjálfsmyndin er ljómandi góð, ég hef lært að ég er nóg og ég veit að ég get haldið áfram að vera stolt og ánægð með það hver ég er og það sem ég geri. Það skiptir ekki lengur máli hvað öðrum finnst. Það felst ótrúlegur styrkur í því að finna þennan kraft sem felst í því að ráða ferðinni og að geta mótað sína eigin líðan í meiri mæli. Í því felst styrkur en líka frelsi því maður hættir að vera háður öðrum. Linda er einstaklega lagin við að koma manni á rétta og góða braut og ég á henni mikið að þakka.”
Sólveig Sigríður Einarsdóttir, 55 ára organisti og kórstjóri.
Smella hér til að skrá mig í ókeypis áskrift af magasíninu Lífið með Lindu Pé.