2 min read
Í þetta sinn leyfi ég röddum nokkurra kvenna í LMLP prógramminu að heyrast, þar sem þær segja frá þeim árangri sem þær hafa náð. Það er hvetjandi að heyra af árangri þeirra og það gleður mig að fá að fylgjast með þeim breytingum sem þær eru að gera á lífi sínu.
Ég er stolt af þeim - og jafnframt stolt af öllum þeim fjölmörgu konum í LMLP prógramminu sem eru að gera alvöru og langvarandi breytingar á lífi sínu.
Sirrý, Guðný, Ingibjörg, Hafdís, Edda og Dagný - takk fyrir að deila þessari reynslu ykkar með mér og lesendum.
„Þetta er í fyrsta skipti á ævinni sem ég hef stjórn á vigtinni og hausnum á mér. 14 kg farin og ég fór í dag og keypti mér nýja úlpu. Sú nýja sem ég keypti fyrir LMLP var orðin allt of stór og passaði ekki lengur, þar sem ég var búin að missa svona mörg kíló. Hreint frábært að fylgjast með öllum konunum hér inni sem eru að massa það og blómstra, LMLP er það besta sem ég hef gert fyrir sjálfa mig."
- Sirrý
„Enn eina ferðina, eftir að hafa horft á efnið á innri vefnum og gert það sem Linda kennir eins og að skrifa Planið og drekka vatnið mitt daglega, áttaði ég mig á því hversu öflugt þetta prógramm okkar er. Það sem ég hef lært er komið til að vera með mér í öllu því sem ég geri það sem eftir er ævinnar.
- Guðný
„Ég er sannfærð um að hafa ekki náð þessum árangri nema með hjálp LMLP. Linda þú ert einfaldlega frábær, gefur svo mikið af þér til okkar. Lífsþjálfun er ótrúlega öflug, það líður ekki sá dagur að ég fari ekki í gegnum efnið í LMLP og hlusta jafnvel aftur og aftur og hef uppskorið mikinn árangur.“
- Ingibjörg
„Ég byrjaði um svipað leiti og ég ökklabrotnaði og fékk svo Covid ofan í það en þetta small samt allt saman. Í dag 4 mánuðum síðar er ég búin að missa 10 kíló. Vá, Linda mín, þú ert að gera kraftaverk að halda svona vel utan um okkur.“
-Hafdís
„Ég nýti mér LMLP alla daga á einhvern hátt, hlusta á eða hugsa um eitthvað tengt efninu. LMLP er mikið meistarstykki í mínum huga sem hefur breytt lífi mínu mjög mikið.“
- Edda
„Ég er orðlaus yfir árangri mínum hjá þér á ekki lengri tíma. Er í dag búin að léttast um 15 kg á 6 mánuðum. Það dásamlega við það er að þyngdartapið er orðið algjört aukaatriði því almenn líðan mín og lífsgæði hafa aukist til muna. Það sem hefur hjálpað mér mest er planið, verkefnin,hungurkvarðinn, fastan, sleppa öllum millibitum og stuðningurinn frá samfélaginu. Er komin með æviáskrift hjá þér og hlakka svo til að halda áfram að læra og vaxa sem einstaklingur. Takk þið allar
og bíð spent eftir næsta spennandi verkefni sem er fjármál og farsæla konan.“
- Dagný
Smella hér til að skrá mig í ókeypis áskrift af magasíninu Lífið með Lindu Pé.