1 min read
Jarðarber eru bæði safarík og ljúffeng og stútfull af heilsubætandi efnasamböndum. Jarðarber innihalda mikið magn af gagnlegum jurtasamböndum og andoxunarefnum sem eru mikilvæg fyrir heilsuna - og líka fyrir útlitið. Þau innihalda C-vítamín og mangan og einnig ágætis magn af fólati (B9-vítamín) og kalíum. Kolvetnin í jarðarberjum samanstanda aðallega af trefjum og einföldum sykri. Þau hafa því tiltölulega lágt blóðsykursgildi og ættu ekki að valda miklum hækkunum á blóðsykri. Jarðarber eru rík af trefjum, en fæðutrefjar eru mikilvægar til að fæða góðgerlana í þörmunum og viðhalda þannig góðri þarmaheilsu.
Jarðarber eru sannarlega frábær viðbót við hollt mataræði. Það bara eitt sem þó ber að varast þegar kemur að jarðarberjum, en þau eru oft mikið sprautuð með rotvarnarefnum og þess vegna er alltaf best að velja lífræn jarðarber ef þau eru í boði. Annars er mikilvægt að þvo berin vel, jafnvel með eplaediki, áður en þau eru borðuð.
Það eru til óteljandi leiðir til að njóta jarðarberja eins og að setja þau í margs konar sultur, hlaup, búst og eftirrétti en þú getur líka bætt þeim út í salatið eða bakað þau með góðum rjóma- eða geitaosti og stráð svo ristuðum valhnetum yfir og haft sem forétt. Möguleikarnir eru endalausir. Smelltu hértil að fá uppskrift af dásamlegri jarðarberja-ostaköku sem þú verður að prófa!