2 min read

Mörgum finnst skammdegið erfitt, og ég skil það vel. Fyrir þá sem eru annars í góðu jafnvægi - líkamlega og andlega - og eiga ekki við andleg veikindi að ræða, er mjög gott að temja sér hugsanastjórnun.

Þegar ég lærði að temja mér hugsanastjórnun breyttist andleg líðan mín mjög mikið. Allt í einu hætti ég aðláta annað fólk eða lífsreynslu úr fortíðinni stjórna því hvernig mér líður í dag. Það að skilja að annað fólk og aðstæður geta aldrei stjórnað því hvernig okkur líður eru frábærar fréttir. Því það eina sem stjórnar tilfinningum þínum eru hugsanir þínar. 

Þú getur breytt hugsunum þínum og þarft ekki að eyða orku lengur í að reyna að breyta öðrum, sem er vita vonlaust enda vilja fæstir fullorðnir láta stjórna sér.

Þú getur t.d. ákveðið að hugsa um ákveðna manneskju eða aðstæður á nýjan hátt og þá muntu upplifa nýjar tilfinningar.

Með ákveðna manneskju eða aðstæður á nýjan hátt og þá muntu upplifa nýjar tilfinningar. Með því að æfa þetta tekur þú smá saman stjórnina á eigin lífi og þannig smá saman skaparðu nýtt og betra líf fyrir þig. 

Ég vil hvetja þig lesandi góður til að hlusta á ókeypis podcastþátt sem fjallar um hugsanastjórnun. Það er þátturinn Hugsa-líða-gera og þú finnur hann með að smella hér. Þetta gæti breytt líðan þinni til hins betra. Auk þess skiptir gríðarlega miklu máli hvernig þú talar við sjálfa þig. Talar þú eins við sjálfa þig og bestu vinkonu þína eða barnið þitt? Ef ekki, þá veistu að þú þarft að breyta samtalinu sem þú átt við þig. Fara að sýna þér meiri mildi og kærleika. Vera þinn helsti stuðningsaðili.

 Ég mæli líka með því að stíga alltaf reglulega einu hænuskrefi lengra en þú þorir út fyrir þægindarammann þinn, gera eitthvað nýtt og spennandi. Það stækkar þig og þegar þú byrjar að gera þetta geturðu kallað fram hreint út sagt stórkostlegar breytingar á lífi þínu. Ég skora á þig að prófa!


Hlý kveðja, Linda

 

Magasínið með Lindu Pé kemur á netfang áskrifenda á sunnudögum. Áskrift er ókeypis,smelltu hér til að skrá þigsvo þú missir ekki af næsta Magasíni.