Welcome | Velkomin
Podcastið - Prógrammið- Magasínið - Skólinn
Ég efli konur til að slökkva á sjálfsstýringunni, uppfæra sjálfsmyndina, fjármálin og lífsstílinn- svo besti kafli lífs þeirra geti hafist.
LINDA PÉTURSDÓTTIR
Master Coach | PPE Graduate
Former Miss World
Vefnámskeiðið HÆTTU AÐ BORÐA OF MIKIÐ
Hvernig myndi þér líða ef þú grenntist um
Það er til lausn og ég ætla að kenna þér hana.
Og við ætlum að gera það án þess að vera á matarkúr, teljandi kaloríur, alltaf svangar, pirraðar- og gefast svo upp!
→ SKRÁÐU ÞIG OG ÞÚ BYRJAR STRAX ←
Námskeið sem hefur slegið í gegn! Ótrúlegur árangur.HÆTTU AÐ BORÐA OF MIKIÐ
Byltingarkennd aðferð
→ Þú getur hætt að eltast við matarkúra, skyndilausnir eða kraftaverk.
→ Þú getur hætt að vera hrædd og óörugg þegar kemur að mataræði.
→ Þú hættir að „falla” og borða yfir þig.
Vinsæla vefnámskeiðið HÆTTU AÐ BORÐA OF MIKIÐ
þyngdartap
Ég kenni þér nýja og byltingarkennda aðferð til þyngdartaps og hvernig þú viðheldur heilbrigðum og hraustum líkama
-og huga.⠀
→ SKRÁÐU ÞIG OG ÞÚ BYRJAR STRAX ←
Vinsæla vefnámskeiðið HBOM; HÆTTU AÐ BORÐA OF MIKIÐ
VARANLEG LAUSN
Þú lærir í eitt skipti fyrir öll, hvernig þú tekst á við að borða meira en þú þarft á að halda. Þegar þú hefur lært þessa aðferð þarftu aldrei aftur að hafa áhyggjur af aukakílóum eða að borða of mikið.⠀
Sterkari og sjálfsöruggari
„Ég hafði allt að vinna og ákvað að skrá mig í LMLP. Sú ákvörðun hefur algjörlega umbreytt lífi mínu – ég er sterkari, sjálfsöruggari og betur tengd sjálfri mér."
Elenóra
Besta útgáfan af mér
„Ég hef verið hluti af LMLP í þrjú ár og læri enn eitthvað nýtt á hverjum degi. Þetta er lífsstíll sem hefur gert mig að bestu útgáfu af sjálfri mér."
Matthildur
LMLP er frábær fjárfesting
„Hver einasta króna sem ég hef fjárfest í LMLP hefur margfaldast til baka. Ég hef breytt hugsunum mínum, tek betri ákvarðanir og sé árangur bæði andlega og fjárhagslega."
Ásta Hrönn
LMLP er besta gjöfin sem ég hef gefið sjálfri mér.
Ég var orðin alltof þung og mig vantaði hjálp og utanumhald til að léttast. Það kom mér á óvart að prógrammið gefur svo miklu meira en þyngdartap. Nú gefst mér tækifæri til að vinna úr málum úr fortíðinni sem hafa plagað mig lengi. Athyglinni er beint innávið ólíkt mörgum öðrum prógrömmum.
Efnið er áhugavert, vel og skýrt sett fram. Linda talar mannamál og talar hreint út um málin. Hún veit um hvað hún er að tala.
Ég hef losað mig við 15 kíló!
LMLP prógrammið er besta gjöfin sem ég hef gefið sjálfri mér.
Ásdís Óskarsdóttir, 53 ára, skólaliði
Við hjónin höfum misst samtals 7.5 kíló
„Við hjónin erum alsæl með þátttöku í þessu frábæra námskeiði. Við höfum misst samtals 7.5 kg, ég 4 kg og hann 3.5. Sykurlöngunin er alveg horfin og okkur líður vel. Drykkirnir eru hver öðrum betri. Mæli hiklaust með 28 dagaHeilsuáskorun Lindu Pé"
Edda
Ég hef sjaldan gert neitt eins gott fyrir sjálfa mig
Öll ráð sem ég fer eftir, virka!
Strax frá upphafi fór mér að líða miklu betur og kílóin runnu af mér, samtals 13.5 kg. Ég stóð með sjálfri mér og markmiðum mínum og ég „hlýddi Lindu“. Þessi heilsuefling er svo allt öðruvísi en „megrunarátök“ sem ég hef tekið þátt í, þetta er svo skemmtilegt og auðvelt. Ég hreinlega finn lausnirnar sjálf.
Ég hugsa um hugsanir mínar og hugsa mig í góða líðan en allt með dyggri hvatningu og aðstoð Lindu sem kennir okkur með sinni einstöku hlýju, sannfæringu og færni.
Ég ætla að halda áfram í„LMLP þar til ég sigra heiminn."
Sólveig Einarsdóttir, leikskólastjóri
Ég mæli 100 % með þessu prógrammi!
6 kíló farin á einum og hálfum mánuði. Faglega unnið, mikill og góður stuðningur og ráðgjöf. Linda passar mjög vel upp á að maður gefist ekki upp og ef maður er að fara útaf strikinu er hún til staðar að leiðbeina og hvetja.
Mér líður mikið betur bæði andlega og líkamlega. LMLP prógrammiðer fróðlegt og skemmtilegt, ég hef alveg sokkið mér ofaní þessi fræði. Þegar maður tileinkar sér þá er árangurinn eftir því.
Sandra Konráðsdóttir, 50 ára leikskólastjóri
Ég grenntist um 5 kíló, er orkumeiri, sef betur, fallegri og mýkri húð og sykurlöngun HORFIN!
Ég er 52 ára og hef verið að berjast við að ná þessum 5 aukakílóum af í 4 ár. Í 28 daga Heilsuáskorun tók það mig aðeins 5 vikur að losna við þau.
Ég mæli 100% með28 daga Heilsuáskorun Lindu Pé.
Guðrún Harðardóttir
Það sem áður hafði vafist fyrir mér svo árum skipti er horfið
„Það sem mér finnst ég hafa upplifað og lært á því að vera í LMLP er hugsanastjórnun og ég hef áttað mig á því hvernig hugurinn platar mann.
Ég hef lært að tileinka mér sjálfstraust og hvernig ég get ákveðið árangur dagsins. Ég er mjög mikið fyrir að skipuleggja útkomu hvers verkefnis. Ég hef líka lært að þyngdin skiptir ekki máli, heldur það hvernig mér líður með að standa við matarplönin eða ekki og það hefur skilað sér í 10 kílóa þyngdartapi.
Það sem áður hafði vafist fyrir mér svo árum skipti er horfið og ég þarf ekki lengur að ræða eða hugsa um það, sem er ótrúleg upplifun!
Í stuttu máli sagt er lífið allt einfaldara og skýrara.“
Áshildur Jónsdóttir, 59 ára lögfræðingur
Ég hef ekki verið í þessari þyngd sem ég er í núna í 17 ár!
HBOM námskeiðið (Hættu að borða of mikið) hefur virkað mjög vel fyrir mig. Ég hef lært að taka til í hugsunum mínum varðandi mat og matarvenjur. Ég byrjaði í lok maí og notaði sumarið í þetta.
Ég er búin að léttast um 7 kílóog það sem er það besta við þetta aðég hef ekki verið í þessari þyngd sem ég er í núna í 17 ár!
Ég er mjög ánægð og stefni ótrauð áfram. Takk Linda fyrir frábært efni sem gerir þessa vegferð auðvelda.
Guðrún Bragadóttir
3.6 kg farin á 6 dögum
„3.6 kg farin á 6 dögum og líðanin og orkan maður minn!
7 daga áætlun að vellíðan virkar vel.
Gréta Baldursdóttir
Sterkari sjálfsmynd, sjálfsöruggari og niður um 12 kíló!
Með því að taka þátt í prógramminu Lífið með Lindu Pé þá hef ég styrkt sjálfsmynd mína orðið sjálfsöruggari og sátt í eigin skinni.
Þegar ég skráði mig í LMLP gerði ég það fyrst og fremst í þeim tilgangi að létta mig og það hef ég svo sannarlega gert, 12 kíló farin.
En þyngdartapið er í raun rósin í hnappagatið varðandi þann árangur sem ég hef náð.
Með þeirri sjálfsvinnu sem ég hef gert með leiðsögn Lindu hef ég öðlast nýtt og betra líf. Ég er orðin sterk og örugg kona sem læt ekkert stoppa mig.
Ég segi það því hátt og skýrt og án nokkurs vafa að mér hefur ekki liðið svona vel andlega og líkamlega í áratugi.
Í dag er ég örugg kona; eiginkona, mamma og amma sem er sátt í eigin hjarta.
Ég hvet allar konur sem vilja styrkja sig andlega og létta sig í leiðinni að skrá sig í LMLP prógrammið. Það mun styrkja ykkur á allan mögulegan máta.
Sigríður Sigmundsdóttir 62 ára, húsmóðir
Áhersla á sjálfsmynd, markmið og skipulag
„Þegar ég byrjaði var áherslan á þyngdartapog að tileinka sėr grunnreglurnar fjórar. Ég hef upplifað og lært svo ótal margt annað en bara það sem varðar þyngdartap því í prógramminu LMLP er líka lögð áhersla á mikla vinnu með sjálfsmyndina.
Skipulagning og markmiðasetninger það sem mér finnst skemmtilegast að vinna með núna. Linda hefur það að markmiði að fara fram úr okkar björtustu vonum og það hefur henni sannarlega tekist.“
Ásta Kristín Björnsson, 69 ára kennari á eftirlaunum
Það skiptir ekki lengur máli hvað öðrum finnst
Fyrst og fremst hef ég lært að taka við stjórninni á gjörðum mínum en einnig á líðan minni og tilfinningum.
Ég er orðin óhrædd við að taka „erfiðar“ ákvarðanir sem ég átti stundum í erfiðleikum með áður. Núna veit ég að ég get svo mikið - bara ef ég ákveð það.
Ég hef lést um 10 kíló síðan ég byrjaði í LMLP prógramminu hjá Lindu en andlegi styrkur minn hefur líka aukist til muna.
Sólveig Sigríður Einarsdóttir, 55 ára organisti og kórstjóri
Sú ákvörðun sem ég mun aldrei sjá eftir
Í mörg ár hef ég verið að reyna að losna við nokkur kíló. Heilsan ekki verið góð - bjúgur, verkir o.fl. Hef reynt hitt og þetta en ekkert hefur komið að gagni.
Fyrir 5-6 vikum sá ég auglýsingu frá Lindu P um 28 daga Heilsuáskorun hennar. Ákvað að slá til, leist vel á það sem ég sá. Þetta er sú ákvörðun sem ég mun aldrei sjá eftir. Fór eftir prógramminu eins vel og ég framast gat.
Árangurinn; Hef minnkað um 5,5 kg. losnað við bjúg – andleg heilsa er svo miklu betri, ég sef betur a nóttunni og svo mætti lengi telja. Ég sem er að verða 65 áraog taldi mér allar leiðir lokaðar og var næstum búin að sætta mig við það, komst að því að allt er hægt. Þökk sé Lindu og hennar námskeiði og alla fræðsluna sem hún hefur laumað að okkur og allt hitt líka.
Anna Lára Kolbeins
Ég held að þessi gjöf frá þér muni hreinlega breyta lífsstíl mínum
„Ég held að þessi gjöf frá þér muni hreinlega breyta lífsstíl mínum, allavega hvað mataræði varðar. Það er eins og einhver bjúgur eða bólga sem ég gerði mér ekki grein fyrir hafi runnið burt og andlitsdrættir skýrst.
Svo eru þeytingarnir þínir bara svo góðir! Og allt sett svo fallega fram, unun á að horfa.
Ég held, nei ég er viss um, að Heilsuáskorunin þín mun lifa með mér áfram, gera mig meðvitaðri og heilbrigðari. Guð blessi þig.”
Jóna Lísa Þorsteinsdóttir, prestur
Mér líður mjög vel og finnst heilsudrykkirnir gera mér gott í mínum veikindum
„Ég er mjög ánægð með 28 daga Heilsuáskorunina þína og hef fengið mér drykk á hverjum degi á mismunandi tímum þó stundum hádegi og stundum á kvöldin.
Mér líður mjög vel og finnst þeir gera mér gott í mínum veikindum en ég er með 4. stigs krabbamein í minni 2. lyfjameðferð. Ég hef ekki fengið svona bólgið steraútlit í andlitið eins og ég fékk áður af þó minni sterainntöku. Dætur mínar og fleiri hafa haft orð á því að ég líti ekki lengur út fyrir að vera á sterum.
Takk kærlega fyrir mig."
Kristín Stefánsdóttir
Ég er kona sem gerði breytingar á eigin lífi. Í LMLP prógramminu kenni ég þér hvernig þú finnur þína lausn og ferð að lifa draumalífinu þínu. Nú er komið að þér.